Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 01:50

PGA: Patrick Reed stóð uppi sem sigurvegari á Tournament of Champions 2015

Það var Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sem stóð uppi sem sigurvegari á Tournament of Champions eftir bráðabana við landa sinn og Ryder bikars félaga Jimmy Walker.

Báðir léku þeir félagar á 21 undir pari, 271 höggi og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Reed fékk m.a. glæsiörn á 16. holu, sem varð til þess að hann jafnaði við Jimmy Walker, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið.

18. holan var spiluð í bráðabananum og sigraði Reed strax í 1. umferð með fugli.

Hvorki fleiri né færri en 3 kylfingar deildu 3. sætinu aðeins 1 höggi á eftir þeim Reed og Walker þ.e.: Hideki Matsuyama, Russell Henley og Jason Day.

Til þess að sjá lokastöðuna á Tournament of Champions SMELLIÐ HÉR: