Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 14:00

Feherty telur að Tiger muni aftur verða nr. 1 nú í ár 2015!

Golfþáttastjórnandinn á Golf Channel David Feherty telur að Tiger Woods muni að nýju verða nr. 1 á þessu ári, 2015.

„Það myndi koma mér á óvart, við lok þessa 2015 keppnistímbils ef hann er ekki orðinn nr. 1 á heimslistanum aftur,“ sagði Feherty í viðtali við SBNation. „Ég hugsa að ef hann hefir nægt þol, líkaminn er kominn í gott form þá munum við sjá hann í efstu sætum í mótum aftur.“

Tiger er sem stendur nr. 34 á heimsilsitanum og er spáð að hann muni falli af topp-40 áður en hann tekur þátt í The Waste Mangement Phoenix Open, sem hann hefir tilkynnt þátttöku sína í.

Tiger hefir samtals verið í 1. sæti heimslistans í 13 ár, en hann missti toppsætið nú í maí 2014 til Adam Scott sem síðan varð að láta í minni pokann fyrir núverandi nr. 1, Rory McIlroy.

Það verður erfitt að klífa upp heimslistann aftur, með alla þessa ungu hæfileikamenn, en Tiger varð 39 í desember s.l. en honum hefir s.s. tekist það áður sbr. þegar hann var kominn niður í 58. sæti heimslistans í nóvember 2011 en var aftur kominn í 1. sætið 16 mánuðum síðar!

Nú er bara að bíða og sjá hvort Feherty hefir rétt fyirr sér!