Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 07:00

Evróputúrinn: Mitchell Platts hættir störfum

Mitchell Platts, forstjöri Evrópumótaraðarinnar hvað varðar kynningar og málefni fyrirtækju (ens. Director of Corporate Affairs and PR) s.l. 2 áratugi tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé frá Evrópumótaröðinni.

Áður en Platts, 66 ára, tók til starfa 1993, var hann golffréttamaður fyrir The Times í London, en í þeirri aðstöðu hafði hann aðgang að bestu kylfingum heims sem og þeim sem komu að stjórn golfíþróttarinnar um allan heim.

Sagt er að Platts hafi nýtt sér öll sambönd sín og rithæfileika sína til þess að komast í þá stöðu, sem hann er nú að yfirgefa.

Platts hefir ritað og gefið út fjölda golfbóka þ.á.m. hina vinsælu  ‘Illustrated History of Golf’, sem kom út í september 2000.

Þetta er 256 síðna bók þar sem saga golfíþróttarinnar er rakin frá 15. öld til okkar daga með sérstakri áherslu á golfgoðsagnir á borð við Bobby Jones, Ben Hogan, Arnold Palmer, Gary Player, Jack Nicklaus, og Tiger Woods.