Um fíkniefnanotkun Dustin Johnson og reglur PGA Tour þar um
Er Dustin Johnson maður með vandamál í einkalífinu (ástæðan sem gefin var upp fyrir að hann tæki sér 11 vikna „frí“ frá keppnisgolfinu) eða var hann bara settur í óopinbert bann frá PGA Tour?
Eða hvorutveggja?
Og hvernig geta æðstu yfirmenn golfmótaraðar sem PGA Tour ætlast til að vera teknir alvarlega þegar þeir vernda fíkniefnaneytendur á mótaröðinni með ógagnsæjum reglum, núna þegar golfið er aftur keppnisgrein á Ólympíuleikunum á næsta ári eftir aldar eyðimerkurgöngu?
Fyrsta móti ársins á PGA Tour lauk í gær án þátttöku 8-falds sigurvegara Johnson, sem hélt áfram endurhæfingu sinni og að eigin sögn „átaki í einkalífinu.“
A.m.k. er það, það sem Dustin segir.
Golf.com hélt því fram nú í haust að Johnson hefði fallið á 3. fíkniefnaprófinu og í 2. sinn á kókaínprófi og hefði verið settur í leikbann í 6 mánuði á PGA Tour. Því banni ætti skv. þessu að ljúka fyrstu vikuna í febrúar 2015.
Talsmenn PGA Tour hafa borið tilbaka að Johnson hafi verið settur í leikbann, en Golf.com hélt því samt fram að þetta frí hans væri fyrirsláttur því að öðrum kosti (hefði hann ekki farið í „frí“) hefði hann fengið leikbann.
Dustin Johnson og talsmenn hans hafa neitað að láta nokkuð uppi um málið og sumir styrktaraðilar kappans segjast ekki hafa heyrt í honum síðan í júlí á síðasta ári.
Nafn Dustin Johnson hefir einnig verið svert þar sem sögusagnir fóru á kreik að hann hefði átt í framhjáhaldi með tveimur konum, sem giftar voru öðrum PGA Tour leikmönnum.
En þetta fíkniefnamál er það sem er ansi skrítið.
Í bandarískum íþróttum er PGA Tour einu samtökin sem gefa ekki upp nöfn leikmanna sem falla á fíkniefnaprófum.
Þetta er ekki í samræmi við WADA reglurnar sem gera kröfu um meirs gagnsæji, en þegar golfið verður að keppnisgrein á Ólympíuleikunum, á næsta ári, þá verður að verða breyting á.
Kylfingar munu verða prófaðir hvort þeir séu að misnota fíkniefni og ef þeir falla á prófinu verða nöfn þeirra gerð heyrinkunn.
Þetta er ein af forsendum þess að fá að taka þátt í Ólympíuleikunum. Spurning hvernig kylfingar og golfið standa þá.
Framkvæmdastjóri PGA Tour, Tim Finchem hefir ítrekað endurtekið að það sé réttur golfíþróttarinnar að vera ekkert að auglýsa þá sem falli á lyfja-eða fíkniefnaprófum.
„Ein ástæða þess er að okkur finnst að fólki sé algerlega sama um þetta,“ sagði Finchem nýlega.
„Við fáum ekkert tölvupóst frá áhangendum sem segja: „Af hverju eruð þið ekki að segja okkur frá?“ sagði hann. „Þannig að við teljum að fólk hungri ekkert í slíkar upplýsingar.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



