Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 10:00

Hér getið þið boðið í bíl Bubba til styrktar Birdies for the Brave!

Í þetta skipti er ríkjandi Masters risamótsmeistarinn, Bubba Watson ekki í fréttum fyrir geðluðru eða vegna nýs tónlistarmyndbands – Nei, Bubba er góður og gefur til góðgerðarmála.

Hann er búinn að gefa Birdies for the Brave,  andvirði Cadillac LaSalle C-Hawk Custom Roadster fornbílinn sinn, en bíllinn, sem er árgerð 1939, er rennilegur og glæsilegur í alla staði.

Hann verður seldur á uppboði hjá Barrett-Jackson Collector Car Auction og síðasti sjéns að gera tilboð er föstudagurinn 16. janúar 2015.

Þið getið boðið í bílinn og styrkt gott málefni í leiðinni með því að SMELLA HÉR:

Hér að neðan má sjá bílinn frá hlið:

182685_Side_Profile_Web-600x400

Búist er við að Bubba Watson verði sjálfur viðstaddur uppboðið.

Andvirði bílsins rennur eins og segir til Birdies for the Brave og Green Beret Foundation, sem styrkja bágstadda hermenn, sem þjónað hafa í Bandaríkjaher.

Í fréttatilkynningu frá Bubba sagði m.a.:

“It’s an honor to support the Green Beret Foundation and Birdies for the Brave, who do so much to give back to members of our U.S. Armed Forces and their families.”

Pabbi Bubba var Green Beret í Víetnamsstríðinu.

Cadillac-fornbíllinn sem Bubba gefur er créme-litaður að innan, svo sem sjá má hér að neðan:

182685_Interior_Web-600x400

 

Birdies for the Brave er sjóður stofnaður af Amy og Phil Mickelson 2006 en upphaflega markmið hans var að styðja við bakið á þeim hermönnum, sem særst höfðu í striði.  Síðar var markhópurinn víkkaður út og styrktir ýmsir hópar innan hersins, sem þurfa fjáraðstoðar.

Sl. 9 ár eða frá stofnun sjóðsins hafa safnast $ 13 milljónir bandaríkjadala eða u.þ.b. 1.5 milljarðar íslenskra króna til stuðnings hermönnum Bandaríkjahers.   Vel gert hjá PGA Tour leikmönnunum, sem sýnir enn og aftur að heimsins bestu gefa tilbaka….