Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2015 | 15:00

Asíutúrinn: Íslandsvinur leikmaður ársins 2014

„Íslandsvinurinn“ Anirban Lahiri frá Indlandi var valinn leikmaður ársins á Asíutúrnum, þar sem hann vann tvö mót 2014 og varð í 2. sæti á peningalistanum

Mótin sem hann sigraði á Asíutúrnum 2014 voru CIMB Niaga Indonesian Masters, en sigur Lahiri vannst á einkar glæsilegan máta með erni á 72. holu.

Annað mótið sem hann vann var the Venetian Macau Open, en með sigri í því móti eru heildarsigrar hans á Asíutúrnum orðnir 5.

Hann tapaði hins vegar fyrir Bandaríkjamanninum David Lipsky í baráttunni um að verða í 1. sæti peningalistans, en Lipsky sigraði á einu ábatasamasta móti, sem Asíutúrinn á aðild að; Thaíland Golf Championship.

Lahiri sagði eftir að ljóst var að hann hefði verið kjörinn leikmaður ársins á Asíutúrnum: „Mér er heiður af því og finnst það forréttindi að hafa verið kosinn af vinum mínum og samkeppnisaðilum til að hljóta þessa viðurkenningu.  Fyrrum kylfingar sem hlotið hafa þessa heiðursviðurkenningu eru meðal golfgoðsagna í Asíu; menn á borð við Jeev (Milkha Singh) og Thongchai (Jaidee) og það veitir innblástur að vera talinn meðal þeirra,“ sagði Lahiri.

Anirban Lahiri spilaði m.a. á Opna breska á síðasta ári, 2014, kvæntist og heimsótti Ísland þar sem hann spilaði Brautarholtsvöll og var hrifinn af s.s. Golf 1 greindi frá, sjáið frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: