Wozniacki vill ekki tjá sig um trúlofun sína við Rory lengur
Caroline Wozniacki sneri aftur til Sydney, Ástralíu, nú í byrjun janúar til þess að taka þátt í Sydney International, en hún hefir spilað í því tennismóti á hverju ári frá 2009.
Sydney var borgin þar sem þau Rory voru stödd síðustu áramót 2013-2014 og tilkynntu um trúlofun sína.
Þegar Wozniacki sneri aftur til Sydney nú neitaði hún að horfa um öxl og tjá sig um trúlofun sína við Rory McIlroy, sem eins og allir vita er nr. 1 á heimslistanum í golfinu.
„Auðvitað líður manni öðruvísi, vegna þess að margt hefir gerst síðan þá,“ sagði Caroline við Fairfax Media. „Ég elska Sydney, það er frábær staður, mér finnst það svo frábær borg. En í hreinskilni, þá er ég komin yfir það sem gerðist á síðasta ári (trúlofunarslit hennar og Rory). Ég hugsa virkilega ekki aftur, í allri hreinskilni, ég bara nýt þess að vera þar sem ég er nú og ég er mjög hamingjusöm.“
„Það er þetta sem ég vil vera í kastljósinu fyrir, þ.e. vegna þess að ég er að spila vel og vegna þess að ég hef lagt hart að mér.“
Allt annað hljóð var í stokknum á síðasta ári en þá voru fréttir af henni og $212.000,- hringnum sem Rory gaf henni þegar hann bað hennar í heimspressunni.
Þá lét Caroline frá sér fara fréttatilkynningu þar sem sagði: „Happy new year everyone! Rory and I started 2014 with a bang! … I said YES!!!!“ (Lausleg þýðing: „Gleðilegt nýtt ár allir! Rory og ég hófum 2014 með hvelli! …. Ég sagði JÁ!!!!“

Hringur með safírsteini umsveipaður demöntum – trúlofunarhringur Diönu prinsessu af Wales og nú Kate Middleton verðandi Bretadrottningu en hringur Caroline Wozniacki þykir svipa mjög til hans.
Þó samband hennar við Rory hafi aukið athyglina á henni þá var Caroline ekkert sérlega uppnumin yfir aukinni athygli. Hún sagði að það væri ágætt að vera bara í fréttum núna þegar henni gengi vel í tennisnum. „Þetta gerist bara af sjálfu sér þegar ég spila vel og gengur vel, þá fær fólk áhuga á lífi manns bæði innan og utan vallar,“ sagði Caroline.
„Þetta er bara vaninn núna. Þetta er ekki nokkuð sem er óvenjulegt (fjölmiðlaáhugi á henni). Ég óx upp með þessu þannig að þetta er ekki nokkuð sem ég fann fyrir sérstaklega. Þetta er partur af starfinu og hluti af því að vera atvinnumaður. Það er bara jákvætt ef fólk er að tala um mann vegna þess að maður er að spila vel,“ sagði nr. 8 á heimslistanum í tennisnum (Caroline Wozniacki) loks, en hún varði mestanpart 2 vikna jólafrís síns í Miami við æfingar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

