Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2015 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Marika Voss (10/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.

Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.

Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.

Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 26.-34. sætinu, allar á samtals 1 yfir pari.

Næst verða þær 7 stúlkur kynntar sem urðu í 19.-25. sætinu, allar á samtals sléttu pari, en það eru: finnsku stúlkurnar Marika Voss, Elina Numenpaa og Linda Henriksson; Lien Willems frá Belgíu; Alex Peters frá Englandi; Nina Muehl frá Austurríki og Marta Sanz frá Spáni.

Sú sem kynnt verður í dag er finnska stúlkan Marika Voss.  Hún var á samtals sléttu pari, skorinu 360 högg (70 72 70 72 76).

Marika Voss er 25 ára, fædd 1989. Hún er frá Kupio í Finnlandi en býr í Helsinki.

Uppáhaldssögn hennar er eftir Margaret Drabble: „When nothing is sure, everything is possible.“

Heima í Finnlandi er Voss í Tarina golfklúbbnum.

Sjá má fallega sveiflu Mariku Voss með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með Mariku á Twitter með því að SMELLA HÉR: