Rory þarf ekki að leggja fram yfirlit yfir símtöl sín fyrir Hæstarétti Írlands
Fyrrum umboðsskrifstofa Rory McIlroy, Horizon Sport Management Ltd, fór fram á það fyrir Hæstarétti Írlands að Rory legði fram farsíma sinn til skoðunar og auk þess yfirlit yfir símtöl sín, og auk þess nánir samstarfsmenn hans þ.e. Donal Casey sem síðar varð forstjóri Rory McIlroy Inc og Sean O´Flaherty, sem var persónulegur aðstoðarmaður, Rory, gerðu það sama, því þar taldi umboðsskrifstofan að finna mætti mikilvægar upplýsingar í máli stofunnar gegn nr. 1 á heimslistanum (Rory).
Hæstaréttardómarinn Raymond Fullam synjaði um þessa upplýsingarkröfu umboðsskrifstofunnar
Dómarinn Fullham sagði að alls hefði verið farið fram á skoðun 8 farsíma og skoðun á öllum tölvum notuðum af Rory á tímabilinu október 2011 til desember 2013.
Dómarinn sagðist ekki geta tekið til greina skoðun á ótilgreindum tækjum, sem engar sönnur væru á að Rory notaði.
Eins væru O´Flaherty og Casey ekki aðilar máls og því ekki hægt að framkvæma skoðun á farsímum þeirra eða tölvum.
Smá áfangasigur fyrir Rory!
Eins hafnaði dómarinn að faðir Rory, Gerry McIlroy yrði að gefa frekari skýrslu um þennan lið málsins.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
