Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2015 | 11:15

Evróputúrinn: Schwartzel leiðir snemma 3. dags á South African Open – Hápunktar 2. dags

Það er Masters sigurvegarinn Charl Schwartzel sem tekið hefir forystuna á South African Open, með glæsibyrjun á 3. hring, þar sem hann er búinn að fá 4 fugla í röð!!!

Schwartzel er nú á 11 undir pari og hefir tekið afgerandi forystu.

Í 2. sæti er enski kylfingurinn Lee Slattery, á samtals 7 undir pari, en hann hefir þegar leikið 18 holur á 3. hring og átti góðan dag þar sem hann lék á 7 undir pari, 65 höggum.

Forystumaður 1. dags Andy Sullivan öfugt við Schwartzel byrjaði ekki vel á 3. hring fékk 4 skolla á 4 fyrstu holurnar en er nú aðeins búinn að taka þetta aftur með 1 fugl, en er sem stendur T-5.

Spennandi laugardagur framundan í golfinu!!!

Fylgjast má með 3. hring African Open með því að SMELLA HÉR: