Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2015 | 11:00

PGA: Russell Henley leiðir á TOC e. 1. dag

Það er bandaríski kylfingurinn Russell Henley sem leiðir á fyrsta móti ársins, 2015, á PGA Tour, Tournament of Champions (skammst. TOC), sem fram fer á Kapalua, Hawaii.

Henley lék 1. hring á glæsilegum 8 undir pari, 65 höggum; skilaði skollafríu korti með 8 glæsifuglum.

Fast á hæla Henley er Sang-Moon Bae, sem er að berjast við að komast hjá herskyldu í Suður-Kóreu, en hann lék 1. hring á 7 undir pari, 66 höggum.

Í 3. sæti eru 5 kylfingar: Scott Stallings, Robert Streb, Patrick Reed, Jimmy Walker og Ben Martin, allir á 6 undir pari, 67 höggum.

Sá síðastnefndi, Ben Martin, átti auk þess högg dagsins, glæsiörn á 18. holu Plantation golfvallarins, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Tournament of Champions SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Tourment of Champions SMELLIÐ HÉR: