Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 08:00

Phil Mickelson á Paleo kúrnum

Phil Mickelson vann ekkert einasta mót á 2013-14 keppnistímabilinu og það er í fyrsta sinn sem það hefir gerst frá árinu 2003.

Afleiðing þess er m.a. að hann er komin niður í 14. sæti heimslistans ….. og hann er farinn að taka á sínum málum hvað heilbrigði og hreysti varðar.

„Phil er á Paleo kúrnum sem stendur, sem þýðir að hann neytir aðeins glútenlauss fæðis, borðar engan sykur eða unninn mat,“ sagði þjálfari Phil,  Sean Coachran.

„Ég hugsa að það sé svona sem við vorum sköpuð til að borða.  Maður verður að velta því fyrir sér af hverju geymslutími Twinkie (vinsælar, mjúkar kremfylltar smákökur) eru 5 ár (líklegast vegna of mikilla rotvarnarefna?)  Það getur ekki verið gott fyrir frammistöðuna úti á velli.“   (Innskot: Twinkie er vinsælt snakk í golfpokum Bandaríkjamanna).

Twinkie - bandarísk hefð í brauðformi

Twinkie – bandarísk hefð í brauðformi

Mickelson er á Paleo til þess að fá meiri boltahraða,  til þess að leggja af …. og til þess að vinna loks þetta Opna bandaríska risamót!!!

Hann hefir líka verið í ræktinni mikið að lyfta – svona u.þ.b. 1 klst á hverjum degi aukalega.  Coachran sagði að æfingaplan Phil minnti hann á Tom Brady.

„Allir eiga sínar uppáhaldsæfingar, en Phil er mjög klár,“ sagði Coachran. „Svo lengi sem hann veit hvers vegna hann er að gera einhverja æfingu, gerir hann hanaa, jafnvel þó hún sé ekki í uppáhaldi.“