Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 07:45

David Duval gerist golffréttaskýrandi Golf Channel

David Duval hefir verið ráðinn golffréttaskýrandi Golf Channel.

Fyrsti þátturinn með honum verður frá Humana Challenge mótinu á PGA mótaröðinni eftir 2 vikur, þar sem Duval lék á 59 höggum á lokahring sínum fyrir 16 árum síðan og fór við það í 1. sæti heimslistans.

Duval sagði að hann liti ekki á þessa stöðu sína, að með henni væri hann að draga sig í hlé frá PGA Tour.

Duval sem sigraði á Opna breska 2001 hefir verið að fást við meiðsli meiripart síðasta áratugar og hefir ekki verið með fullan keppnisrétt á PGA frá árinu 2011.

„Þetta veitir færi á að koma að leiknum sem ég elska og læra nýja hlið á honum,“ sagði Duval frá heimili sínu í Denver, Texas.  „Ég hugsa að ég geti einnig verið rödd leikmanna vegna þess að ég hef verið að leika nýlega. Sjáum til hvað gerist og hvert þetta leiðir.“