Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 00:15

Rory með í Abu Dhabi en sleppir Tournament of Champions í Hawaii á PGA

Rory McIlroy verður ekki með á 1. móti ársins 2015 á PGA mótaröðinni, Tournament of Champions, en það er hefðbundið mót þeirra sem sigrað hafa á PGA mótaröðinni árið áður.

Rory er án nokkurs efa stærsta nafnið sem vantar í mótið.

Þess í stað tekur Rory þátt í 1. móti Evrópumótaraðarinnar á þessu ári, en það er Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

Á heimasíðu sína skrifaði Rory m.a. að sér liði vel með sveiflu sína og gæti ekki beðið eftir að hefja keppnistímabilið í næstu viku!

Swing feeling good! Can’t wait to get the season started next week at theAbu Dhabi HSBC Golf Championship ‪#‎ADunexpected‬