Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2015 | 19:00

Sænsk lúxuseyja – fyrrum eign Tiger – til sölu

Sænsk lúxuseyja, sem áður var í eigu kylfingsins Tiger Woods, er nú til sölu.

Þetta er 62-ekru eyja, í Mälaren vatni í Svíþjóð og var fyrrum heimili Tiger og fyrrum eiginkonu hans Elínar Nordegren, þau 6 ár sem þau voru gift.

Elín Nordegren og Tiger

Elín Nordegren og Tiger

Á eigninni eru m.a. 6 golfholur, glæsihýsi, veiðihús og flugvöllur.

Á eyjunni er einnig hafnarlægi, einkaferja, sögufrægur kastali og graslendi fyrir hesta, hesthús og tvær litlar Skinnpälsarna eyjur, með vatnasvæði sem telur 500 ekrur.

Verðandi eigendur verða þó að koma með sínar eigin kylfur því eignin er seld án innanstokksmuna.