15 ríkustu læknar í heimi – hversu margir þeirra skyldu spila golf?
Læknar hafa löngum verið miklir kvennaseglar og hafa fjárgírugar konur í gegnum tíðina látið sér fátt finnast um háan aldursmun milli sín og velstæðs læknis, útlit læknisins, hvaðan hann er eða hvort hann er algjört himpigimpi í mannlegum samskiptum o.s.frv
Atriði sem venjulega skipta máli í sambandi manna eru látin lönd og leið og slakað á kröfunum vegna þess eins að maðurinn á peninga. Þetta á reyndar við alla ríka menn; en læknar hafa löngum talist til þeirra sem eru velstæðir, þótt verulega sé nú sorfið að efnahag þeirra s.s. fjöldauppsagnir og launadeilur a.m.k. hérlendra lækna bera vitni um.
Aðalatriðið er að læknir hafi nóg fé milli handanna og geti séð vel um konuna. Eða hvað?
Sumar konur eru enn kröfuharðari; það skiptir máli hvort læknirinn er velstæður OG geti spilað golf!
Thriving livestylez vefsíðan hefir tekið saman lista yfir 15 ríkustu lækna í heimi og má sjá listann með því að SMELLA HÉR:
Nú vakna nokkrar spurningar: Við hvað fást læknar sem eru ríkastir í heimi? …. og hverjir þeirra ef einhver spila golf?
Svona fljótt yfir litið virðast þeir læknar sem eru ríkastir ekki stunda lækningar heldur eru þeir komnir í lyfjaframleiðslu eða fasteignaviðskipti þ.e. farnir að kaupa og selja spítala – af þeim sem stunda lækningar eru þeir fjölmennastir meðal þeirra ríkustu sem leggja stund á fegurðaraðgerðir þ.e. lýtalækningar. Sá ríkasti Patrick Soon Shiong fann upp nýja aðferð við krabbameinslækningar og eru auðævi hans metin á $ 12 billjónir. Nr. 5 virðist vera farinn að fást við aðra hluti …. gelda hunda og 7. ríkasti læknirinn, James Andrews, fæst við að skera menn upp við íþróttameiðslum. Meðal margra frægra sjúklinga hans er m.a. Gullni Björninn, þ.e. sá sem sigrað hefir í flestum risamótum Jack Nicklaus – og hafa þeir félagarnir m.a. spilað hring. Fyrsti hjartaskurðlæknirinn er ekki fyrr en í 12. sæti.
Nú að seinni spurningunni: hverjir þessara 15 spila golf? Þessu hefir aðeins verið svarað hér á undan og nú eru það góðu fréttirnar. Mikill meirihluti þeirra spilar golf, en margir hafa afskaplega lítinn tíma til að gera svo. Flestir þeirra ríkustu eru komnir í viðskipti og búa í Bandaríkjunum; þ.a.l. flestir eru í golfi. Flestir forstjórar stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum spila golf og það er það sem margir ríkustu læknar heims eru…. í viðskiptum.
Hér verða aðeins nefnd nokkur dæmi: Nr. 15 á listanum spilar golf. Hann heitir Sanjay Gupta og er taugaskurðlæknir (ens. neurosurgeon). Obama Bandaríkjaforseti stakk m.a. upp á honum í landlæknisembætti Bandaríkjanna en fyrir utan að vera frábær læknir og kylfingur er Gupta virtur fréttamaður á CNN, en greinar hans um taugskurðlækningar þykja mjög góðar. En Gupta hefir einnig skrifað um golf og mun Golf 1 birta eina greina hans hér, sem er reglulega vönduð í íslenskri þýðingu. Þess mætti geta að Gupta afþakkaði landlæknisembættið til þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni og sinnt glæstum ferli sínum.
Annar af þessum ríkustu læknum heims Travis Stork (42 ára) þ.e. sá sem er í 14. sæti beinlínis veitir þeim sem eru með golfmeiðsli ráð. Hann spilar einnig sjálfur.
Nr. 13 á listanum, fegurðarskurðlæknirinn Paul Nassif birti nýlega myndir af sér og strákunum sínum á guðdómlegum golfvelli Pelican Hill að spila golf. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Nr. 12 á listanum, Dr. Oz, hjartasérfræðingur spilar golf. Hann hefir m.a. komist í fréttirnar þar sem golfkúla hans fór í gamlan mann á golfvelli einum sem hann var að spila á, á síðasta ári. Hann og allir læknarnir í holli hans þustu þegar á vettvang til að hlynna að gamla manninum. Sjá með því að SMELLA HÉR:
9. ríkasti læknir heims býr líkt og sá 3. ríkasti, Frost, í Miami og spilar Golf. Það er lýtalæknirinn Leonard Hochstein. Hann spilar golf.
8. ríkasti læknirinn í heimi er einn vinsælasti lýtalæknir í Orange County, Kaliforníu; Terry Dubrow (60 ára). Hann er kvæntur Heather Dubrow, (46 ára), sem lék í sjónvarpsþættinum „The Real Housewives of Orange County“. Þau hjónakornin spila golf.

Terry og Heather Dubrow – Faðir og dóttir? Nei, 8. ríkasti læknir heims og eiginkona hans – Hún leikur í Housewives of Orange County – skemmtilegur farsi fyrir þá sem finnst gaman að sápum. Þau eiga 4 börn; annað einkenni ríkra lækna og yngri eiginkvenna þeirra mörg börn; því oft eru þessi sambönd svonefnd patchworkfamilies – þ.e. brotnar fjölskyldur sem smellt hefir verið í eina. Dubrow er hins vegar undantekning hann á öll 4 börn sín með Heather.
Einhverra hluta vegna lendir sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil á listanum yfir ríkustu doktora heims. Svolítið víð túlkun á hugtakinu doktor. En hvað um það. Dr. Phil er sagður 6. ríkasti „doktorinn“ í heiminum. Hann er mikill aðdáandi golfs og hefir m.a. sagst horfa á lokahring The Masters á hverju ári. Árið 2011 bloggaði hann m.a. skemmtilega færslu um það sem honum fannst athyglisvert við það risamót þ.e. ekki hver sigraði Charl Schwartzel heldur þann sem tapaði Rory McIlroy – Gaman að lesa það í dag. Sjá með því að SMELLA HÉR:
3. ríkasti læknir í heimi Philip Frost, sem fyrir utan að fást við húðlækningar og kenna húðlækningar við University of Miami stofnaði lyfjafyrirtækið Ivax sem hann seldi með stórgróða; Hann býr í paradís golfiðkenda Flórída, nánar tiltekið á Star Island í Miami, þar sem hann nýtur þess að spila golf. Philip og eiginkona hans Patricia eru auk þess miklir listaverkasafnarar og er m.a. listasafn í Flórída nefnt eftir þeim á háskólacampus FIU.
2. ríkasti læknir í heimi Thomas F. Frist spilar golf – en sá golfforfallni í Frist-fjölskyldunni er sonurinn sem líka heitir Thomas Frist III og rekur núorðið fjölskyldufyrirtækið. Sá spilar einnig tennis og hefir áhuga á flugi.
Þess mætti í lokin geta að ríkasti læknir heims Patrick Soon Shiong spilar ekki golf s.s. fram kemur í einni frægustu tilvitnun í hann: „It could be so much easier just to go and play golf, (which I don’t) or play basketball everyday which I could… I love playing basketball. But it’s almost like now it’s even worse, because I feel almost like there’s a responsibility now. I’m so blessed, because this country has given me so much and there’s a sense of purpose. Everybody has a sense of purpose. So I feel very much a moral obligation, a personal obligation to do what I do.“
(Lausleg þýðing: „Það myndi vera mun auðveldara að fara og spila golf (sem ég geri ekki) eða spila körfubolta á hverjum degi, sem ég gæti … ég elska að spila körfubolta. En það er næstum eins og nú, sé það jafnvel verra vegna þess að mér finnst hvíla skylda á mér. Ég hef notið svo mikillar blessunar vegna þess hvað þetta land hefir gefið mér mikið og það er til staðar tilfinning tilgangs. Allir hafa tilgang. Þannig að mér finnst það síðferðisleg skylda mín, persónuleg skylda að gera það sem ég geri.“ …… og spila hvorki körfubolta sem hann elskar né golf (sem hann spilar ekki).“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

