Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 15:00

Golfútbúnaður: Nike fær einkaleyfi fyrir endurnýtanlega golfbolta

Nike hefir fengið einkaleyfi fyrir endurnýtanlega golfbolta s.s. fram kemur í grein frá Bloomberg.

Í gögnum með einkaleyfi 8,905,861 segir m.a.: „„Of oft er golfboltum hent þegar ytra lag þeirra er orðið rispað eða skorið, jafnvel þó innri lög boltans séu enn í lagi og nýtanleg.“

Nýi boltinn er með aukalag milli ytra lags og kjarna og í  endurnýtingarferlinu fer fram efnahvart sem býr til gastegund sem tekur ónýta ysta lagið af boltanum.“

Nike var búið að sækja um einkaleyfi á þessu ferli árið 2012.

Ferlið er nú allt í höndum nýs forseta Nike, Daric Ashford, sem tók við af Cindy Davis, sem hætti í október s.l.