Adam Hadwin
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2014 | 11:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Adam Hadwin (50/50)

Nú á bara eftir að kynna þann sem sigraði Web.com Finals og varð þannig í 1. sæti af þeim 50 sem hlutu kortið sitt á PGA Tour, en það er kanadíski kylfingurinn Adam Hadwin.  Rétt sleppur hjá Golf1 að kynna alla 50 nýju strákana á PGA Tour árið 2014.

Adam Hadwin

Adam Hadwin

Adam Hadwin fæddist 2. nóvember 1987 í Moose Jaw, Saskatchewan, í Kanada og er því 27 ára.

Hadwin býr í Abbotsford, British Columbia, í Kanada. Hadwin ólst upp við að spila golf í  Ledgeview golfklúbbnum en klúbbfélagi hans þar var m.a. Nick Taylor.

Pabbi Adam Hadwin, Jerry , er golfkennari sem spilaði á kanadíska PGA árið 1979.

Hadwin varð félagi RCGA árið 2008 og var sama ár í áhugamannalandsliði Kanada.

Adam Hadwin útskrifaðist frá University of Louisville í Kentucky árið 2009 eftir að hafa spilað í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu á golfskólastyrk. Hann var All-American Honorable Mention 2009.

Strax eftir útskrift gerðist Hadwin atvinnumaður í golfi.

Adam Hadwin

Adam Hadwin

Þjálfari Hadwin er Brett Saunders.

Árið 2009 spilaði Hadwin fyrst á Vancouver Golf Tour (VGT) og vann 4 mót á þeirri mótaröð. Árið 2010 komst Hadwin á kanadíska PGA Tour og var 6 sinnum meðal topp-10 það ár – sigraði m.a. á Desert Dunes Classic á Palm Springs svæðinu, í nóvember 2010.

Árið 2011 spilaði Hadwin m.a. á Sólskinstúrnum suður-afríska; og sigraði 2. mótið sitt á kanadíska PGA Tour í mars 2011 þ.e. the Pacific Colombia Tour Championship, í Bogota, Kólombiu, og fór heim með US$23,400 eftir glæsiskor upp á 66-66-62-69, en Hadwin átti 6 högg á næsta keppanda.  Í árslok reyndi Hadwin fyrir sér á úrtökumóti fyrir PGA tour en varð í 100. sæti og átti ekki erindi sem erfiði.

Árið 2012 hlaut Hadwin takmarkaðan spilarétt á Nationwide Tour eftir frammistöðu sína á lokaúrtökumótinu.  Hann varð m.a. T-5 á Soboba Golf Classic í apríl og T-3 á  Cox Classic.

Árið 2013 var Hadwin kominn með fullan keppnisrétt á Web.com Tour eftir glæstan árangur á forvera mótaraðarinnar Nationwide Tour 2012.

Árið 2014 lék Hadwin á Web.com Tour.  Hann sigraði í fyrsta sinn á mótaröðinni 9. mars 2014 þegar hann sigraði á  Chile Classic og hlaut $117,000 í verðlaunafé. Þann 7. september 2014 vann Hadwin í 2. sinn á Web.com Tour þ.e. á  Chiquita Classic. og í heildina varð Hadwin síðan sigurvegari á Web.com Tour Finals, þegar niðurstöður 4. og síðasta mótsins í mótaröðinni lágu fyrir 21. september 2014. Hadwin er því nú kominn á bestu karlamótaröð heims í golfinu sjálfa PGA Tour og spilar á henni keppnistímabilið 2014-2015!!! 🙂

Adam Hadwin með skegg - skv. tískunni 2014

Adam Hadwin með skegg – skv. tískunni 2014

Stærsta stundin í golfinu að mati Hadwin er að hafa verið í lokaráshópnum á PGA Tour mótinu RBC Canadian Open árið 2011.

Stærsta stundin utan golfsins fyrir Hadwin var þegar hann fékk að henda upp pening, á British Columbia Lions Canadian Football League ruðningsboltaleik, um hvort liðið fengi að byrja.

Hadwin segist aldrei ferðast án …. augnlinsanna sinna.

Uppáhaldsvefsíður Hadwin eru twitter.com and facebook.com

Uppáhaldslið Hadwin í háskólagolfinu er Louisville Cardinals.

Uppáhaldslið Hadwin í atvinnumennskunni eru the Vancouver Canucks, Toronto Blue Jays og New England Patriots.

Uppáhaldssjónvarpsþættir eru: „How I Met Your Mother,“ „CSI“ og „Man vs Food.“

Uppáhaldskvikmyndir Hadwin eru  „The Hangover“ og „The Fast and the Furious.“

Uppáhaldsíþróttmaður er Tiger Woods.

Uppáhaldsborg Hadwin er  San Diego.

Hægt er að fylgjast með Adam Hadwin á Twitter með því að SMELLA HÉR: 

Uppáhaldstæki Hadwin er Blackberry-inn hans og uppáhalds app-ið eru Angry Birds.

Hadwin er alltaf með próteinstangir og hnetur í golfpokanum.

Í uppáhaldsholli Hadwin myndu, auk hans sjálfs vera  Tom Brady, Bill Gates og Jennifer Aniston.

Það sem flestir vita ekki um hann er að hann er Kentucky Colonel (þ.e. nafnið á skólaliði University of Louisville í Kentucky).

Meðal þess sem Hadwin langar til að gera í framtíðinni er að fara í fallhlífarstökk, í bungee stökk og fara að Kínamúrnum.

Góðgerðarsamtök sem Hadwin styður eru C.H.I.L.D Foundation, sem styrkja Chron’s rannsóknir, sem er sjúkdómur sem bróðir hans þjáist af.

Hadwin elskar að búa til nýja rétti í eldhúsinu og jafnvel búa til nýja rétti!

Hægt að fræðast nánar um Adam Hadwin á vefsíðu hans með því að SMELLA HÉR: