Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 19:45

Gísli lauk keppni T-14 í Orange Bowl

Gísli Sveinbergsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili, A-landsliðsmaður, Íslandsmeistari í höggleik í piltaflokki 2014 og sigurvegari á Duke of York 2014 varð T-14  á Boys Junior Orange Bowl Championship í dag, lokadaginn, en mótið fór að venju fram á golfvelli Biltmore hótelsins í Coral Gables, Miami.

Gísli lék samtals á 2 yfiir pari, 286 höggum (73 67 72 74).

Á hringnum í dag fékk Gísli 3 fugla, 4 skolla og 1 skramba – lék á 3 yfir pari og því varð lokastaðan 2 yfir pari, en fyrir hringinn var Gísli í 1 undir pari.

Þetta er frábær topp-15 árangur!!! Góð frammistaða hjá Gísla meðal bestu kylfinga U18 í heiminum!!!

Sjá má með lokastöðuna á Boys Junior Orange Bowl Championship með því að  SMELLA HÉR: