Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 14:00

Obama bað brúðhjón afsökunar

Obama varð að biðja brúðhjónin og ofurstana Natalie Heimel og Edward Mallue Jr. afsökunar en þau urðu að flytja brúðkaupsstaðsetningu sína, en þau ætluðu að gifta sig í Kaneohe Klipper golfvellinum á Marine Corps herstöðinni í Hawaii.

Ástæðan: Öryggisráðstafanir vegna þess að Obama forseti ætlaði að spila golfhring á vellinum.

Pínlegt fyrir Obama: vegna þess að Heimel og Mallue voru áður búin að bjóða Obama í brúðkaupið, en hann sagðist vera „vant við látinn.“

Það komst upp um allt að Obama ætlaði bara að spila golfhring í stað þess að mæta í brúðkaupið vegna gríðarlegra öryggisráðstafana sem gera verður í hvert sinn sem Bandaríkjaforseta dettur í hug að spila golfhring.

Hann hringdi þegar í brúðhjónin; baðst afsökunar og óskaði þeim til hamingju með brúðkaupið.

Brúðkaup Heimel/Mallue var flutt í garð herforingjans Eric Schaefer en frá húsi hans er frábært útsýni yfir ægifagra 16. holu vallarins.

Sú sem sá um skipulag brúðkaupsins (wedding planner) Naile Brennan, sagði staðsetninguna jafnvel enn flottari en upprunalega ákveðið, þannig allir máttu sáttir við una.