Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 11:00

LEIÐRÉTT FRÉTT: Gísli leikur lokahringinn í dag á Orange Bowl

Þau leiðu mistök urðu í gær á Golf 1 að Junior International Orange Bowl mótið, sem Gísli Sveinbergsson, afrekskylfingur úr GK og A-landsliðsmaður hefir verið að taka þátt í var stytt í 3 hringi og skrifuð úrslitafrétt um að Gísli hefði hafnað í 4. sæti.

Þetta hefir verið leiðrétt á Golf1 vefnum, og er Gísli beðinn innilegrar afsökunar á þessari misritun.

Hið rétta er að Gísli er T-4 þ.e. deilir 4 .sætinu með (2) öðrum keppendum fyrir lokahringinn og eins leikur Gísli  lokahringinn í dag; fer út af 1. teig á Biltmore golfvellinum kl. 8:57 (íslenskur tími 13:57) – í næstsíðasta holli, þeirra sem fara út af 1. teig (þ.e. fer ásamt þeim Tony Gil frá Kanada og Ivan Ramirez frá Kólombíu, sem deila 4. sætinu með honum).

Í síðasta hollinu sem fer út af 1. teig eru sleggjan og heimamaðurinn Carl Yuan og þeir sem deila efsta sætinu fyrir lokahringinn: Alejandro Tosti frá Argentínu og Joaquin Niemann frá Chile báðir á samtals 3 undir pari eftir 3. dag aðeins 2 höggum á undan Gísla.

Það er vonandi að Gísla gangi sem allra best í dag og hann spili jafnvel og hann hefir verið að gera í mótinu, sérstaklega á 2. hring þar sem hann var á 4 undir pari, 67 glæsihöggum!!!  Það er jafnframt vonandi að púttin fari að detta en Gísli hefir sagt að slátturinn sé í fínu lagi, bara púttin hefðu mátt detta.

Ósk Golf 1 fyrir Gísla í dag eru að öll pútt hans detti og að fuglar af öllum stærðum, þ.e. að fuglar, ernir og albatrossar finni leið sína á skorkort hans!

Hér má sjá rástímana fyrir 4. hring SMELLIÐ HÉR: 

Fylgjast má með Gísla á lokahringnum á skortöflu með því að SMELLA HÉR: