Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2014 | 09:00

Kínverski undradrengurinn Ye Wo-cheng tekur þátt í Orange Bowl 2014

Meðal keppenda á Boys Junior Orange Bowl Championship, sem fram fer á golfvelli Biltmore hótelsins er 14 ára kínverskur undradrengur í golfi Ye Wo-cheng.  

Hann er sá yngsti sem leikið hefir á móti Evrópumótaraðarinnar en það var í China Open í fyrra, 2013 þegar hann lék í mótinu  12 ára og 242 daga.  Ye Wo-cheng er fæddur 2. september 2000.

China Open er mót sem Evrópumótaröðin og Asíustúrinn standa sameiginlega að.

Wo-cheng spilaði líka í European Masters 2013 í Crans-sur-Sierre í Sviss og hlaut fyrir vikið gagnrýni Miguel Ángel Jiménez, sem var elsti þátttakandinn  – sjá með því að SMELLA HÉR: og  með því að SMELLA HÉR:

Wo-cheng er í raun búinn að vera fastagestur frá því í fyrra á mótum Evrópumótaraðarinnar, þar sem Asíutúrinn kemur einnig að máli og gaman nú að sjá hann keppa meðal Gísla Sveinbergs og hinna í Orange Bowl, sem eru nær honum í aldri.

Fyrir lokahring Orange Bowl, sem leikinn verður í dag er Wo-cheng T-16.