Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2014 | 19:00

Gísli T-4 í Orange Bowl e. 3. dag

Gísli Sveinbergsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili, A-landsliðsmaður, Íslandsmeistari í höggleik í piltaflokki 2014 og sigurvegari á Duke of York 2014 erí 4. sæti á Boys Junior Orange Bowl Championship e. 3. dag mótsins, sem fram fer að venju á golfvelli Biltmore hótelsins í Coral Gables, Miami.

Gísli er samtals búinn að spila á 1 undir pari, 212 höggum (73 67 72).

Hann hefir bætt sig með hverjum hring;  byrjaði á að vera í 30. sæti af 52 keppendum eftir 1. dag; eftir 2. hring og glæsispilamennsku upp á 4 undir pari, 67 högg var komst Gísli í 6. sæti og nú í dag fór hann enn upp á við í 4. sætið, sem hann deilir með þeim Ivan Ramirez frá Kólombíu og Tony Gil frá Kanada, örugglega nöfn sem við eigum eftir að heyra meira af í framtíðinni!!!

Efstir í mótinu eftir 3. dag eru þeir Alejandro Tosti frá Argentínu og Joaquin Niemann frá Chile báðir á samtals 3 undir pari, hvor – aðeins 2 höggum betri en Gísli og í 3. sæti er sem stendur heimamaðurinn Carl Yuan, frá Flórída á 2 undir pari.

Þetta sýnir svo ekki verður um villst að Gísli á heima meðal þeirra allra bestu í heimi. Stórglæsilegur árangur og vonandi að áframhald verði á!!!

Sjá má með stöðuna e. 3. dag á Boys Junior Orange Bowl Championship með því að  SMELLA HÉR: