Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2014 | 13:00

Fjölgar í fjölskyldu Bubba Watson

Mastersmeistarinn Bubba Watson og kona hans Angie ættleiddu lítinn strák, sem þau gáfu nafnið Caleb árið 2012.

Sama ár vann Bubba fyrri Masters risamótstitil sinn í frægum bráðabana við Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku.

Nú í ár, 2014,  vann Watson annan Masters risamótstitil sinn, og átti í þetta sinn 2 högg á þá Jonas Blixt og Jordan Spieth eins og frægt er orðið.

S.l. miðvikudag þ.e. Aðfangadaginn 24. desember 2014 tvítaði Bubba eftirfarandi og birti meðfylgjandi mynd með:

Caleb has a brand new baby sister, Dakota. Watson Family is now 4 and we are so blessed!

(Lausleg þýðing: Caleb á nú glænýja systur, Dakota.  Watson fjölskyldan telur nú 4 og okkur finnst við njóta þvílíkrar blessunar!)

Nú er spurning hvort Bubba bæti við 3. græna jakkanum í apríl 2015? Nú syttist óðum í þennan vorboða og boðbera nýs golftímabils sem Masters risamótið er!!!