Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2014 | 13:57

Gísli Sveinbergs fer út af 1. teig á 3. degi Orange Bowl

Gísli Sveinbergsson, Golfklúbbnum Keili, A-landsliðsmaður, Íslandsmeistari í höggleik í piltaflokki 2014 og sigurvegari á Duke of York 2014 fer út í dag kl. 8:57 að staðartíma í Coral Gables, í Miami, þ.e. nákvæmlega þegar þessi frétt birtist kl. 13:57 að íslenskum tíma en 5 tíma tímamismunur er á Miami og Hafnarfirði.

Gísli fer út af 1. teig Biltmore golfvallarins, en ræst er út með 9 mínútna millibili.

Gísli átti stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg og er á samtals 2 undir pari og kominn í 6. sæti af 52 geysisterkum þátttakendum.

Það er vonandi að áframhald verði á góðu gengi Gísla í dag!!!

Fylgjast má með gengi Gísla á Boys Junior Orange Bowl Championship með því að  SMELLA HÉR: