Gísli Sveinbergsson, GK. Photo: Die Isländische Golf Union
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2014 | 17:15

Gísli með glæsiörn og á 3 undir e. 14 holu spil á 2. hring Orange Bowl

Gísli Sveinbergs, afrekskylfingur í GK,  landsliðsmaður, Íslandsmeistari í piltaflokki í höggleik 2014 og sigurvegari Duke of York mótsins á nú aðeins eftir að spila 4 holur á Biltmore golfvellinum þar sem Boys Junior Orange Bowl Championship fer fram.

Gísli byrjaði á 10. braut í dag.  Hann á 4 holur óspilaðar af 2. hring þegar þetta er ritað og var rétt í þessu að fá glæsiörn á par-4 5. braut Biltmore vallarins.

Hann er sem stendur á 3 undir pari og fer við það upp um heil 21 sæti í mótinu – er sem stendur jafn öðrum í 9. sæti. Sem sagt kominn á topp-10 meðal þeirra bestu!!! Ef hann heldur öllu jöfnu það sem eftir er verður hann á glæsi 68 höggum í dag!!! 3 UNDIR!!!

O, það er á stundum sem þessum hægt að rifna af stolti yfir Gísla, sem er að gera hreint frábæra hluti í Miami og vonandi að áframhald verði á!!!

Til þess að fylgjast með gengi Gísla  SMELLIÐ HÉR: