Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2014 | 11:00

Gísli Sveinbergs T-30 e. 1. dag á Orange Bowl

Gísli Sveinbergsson Íslandsmeistari í höggleik pilta 2014 og sigurvegari Duke of York mótsins í ár er að standa sig virkilega vel á gríðarlega sterku áhugamannamóti í Coral Gables, Miami; Boys Junior Orange Bowl Championship.

Leikið er á sögufrægum golfvelli Biltmore hótelsins.

Þátttakendur eru landsmeistarar landa sinna eða ríkjameistarar í Bandaríkjunum, auk þess sem nokkuð fleiri frá Flórída vinna sér inn keppnisrétt í mótinu, þar sem mótið fer fram þar.

Þátttakendur eru 52 og eftir 1. dag er Gísli jafn 5 öðrum í 30. sæti mótsins.

Gísli lék fyrsta hringinn á 2 yfir pari, 73 höggum; fékk 4 fugla, 4 skolla og 1 skramba.

Til þess að sjá stöðuna í Orange Bowl SMELLIÐ HÉR: