Steve Stricker.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2014 | 08:00

Stricker undir hnífinn

Steve Stricker, 12-faldur sigurvegari á PGA Tour lagðist undir hnífinn á Þorláksmessu, segir í fréttatilkynningu sem birtist í „the American“ Aðfangadag.

Aðgerðin fór fram í Wisconsin, til að lagfæra klemmda taug í mjóbaki Sticker, sem valdið hefir honum sársauka í mjöðmum og fótleggjum.

Stricker, 47 ára, segist ekki hafa ákveðið dagsetningu hvenær hann snúi aftur til keppni.

Stricker er nú í 41. sæti heimslistans.

Hann gaf það út í fyrra að hann ætlaði að taka þátt í færri mótum, en koma betur undirbúinn til leiks og virðist það plan hafa gengið upp.

Árið 2014 hefir þó verið Stricker þungt í skauti því auk eiginn meiðsla, hann missti bróður sinn eftir langvinn veikindi en Stricker dvaldist langdvölum hjá honum á sjúkrahúsi, þar til yfir lauk.