Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2014 | 03:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jean Françoise Luquin – 25. desember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Jean Françoise Luquin. Hann er fæddur 25. desember 1978 í Valence, Drôme í Frakklandi og á því 36 ára afmæli í dag. Jean Françoise býr í Cressiers, í Sviss. Hann á 10 ára son, Arthur. Jean Françoise gerðist atvinnumaður í golfi 1997. Hann náði ekki í gegn í lokaúrtökumótinu í Girona á Spáni fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór 10. -15. nóvember 2013 og spilaði því 2014 á Áskorendamótaröðinni. Luiquin hefir sigrað 1 sinni á Evrópumótaröðinni og alls 5 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður.

Aðrir frægir kylfingar eru:   Mianne Bagger, 25. desember 1966 (48 ára); Nicholas Thompson, 25. desember 1982 (32 ára ) ….. og …..

Adalsteinn Teitsson (53 ára)

Petur Kristinn Gudmarsson (36 ára)

Valgerður Halldórsdóttir

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is