Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2014 | 02:45

Asíutúrinn: Darren Clarke á 64 fyrir lokahringinn á Dubaí Open

Darren Clarke, sem margir telja að muni verða næsti fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2016, tekur þátt í móti á Asíutúrnum, Dubaí Open, en þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram.

Hann átti glæsi 3. hring og er í góðri stöðu fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun.

Samtals er Clarke á 9 undir pari, 207 höggum (72 71 64) og deilir 5. sætinu í mótinu ásamt 5 öðrum kylfingum, en allir eru þeir aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum í 1. sæti þ.e. þeim: Jbe Kruger frá Suður-Afríku, Wang Jeung-Hun frá Kína og Shiv Kapur og Arjun Atwal frá Indlandi.

Sigri Clarke í dag verður þetta fyrsti sigur hans frá árinu 2011 þegar hann sigraði, öllum á óvörum á Opna breska risamótinu á Royal St. Georges.

Til þess að sjá stöðuna á Dubaí Open SMELLIÐ HÉR: