Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2014 | 13:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Caroline Westrup (4/45)

Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 8 var sænska stúlkan Caroline Westrup.

Caroline Westrup fæddist 11. febrúar 1986 og er því 28 ára. Hún byrjaði að spila golf 6 ára og segir foreldra sína þá einstaklinga sem hafi haft mest áhrif á feril sinn.

Caroline útskrifaðist frá Florida State University með gráðu í íþróttafræðum árið 2009. Hún var búin að spila með golfliði skólans í 4 ár. Sama ár gerðist hún atvinnumaður í golfi.

Áhugamál Westrup eru að fara í verslunaferðir eða íþróttaviðburði og vera með fjölskyldu sinni og vinum. Hún komst á LPGA í 2. tilraun sinni, þ.e. var líkt og hinar á undan á samtals 2 undir pari 358 höggum (69 74 75 72 68) og er nú kominn með takmarkaðan spilarétt á LPGA.

Westrup hefir frá unglinsaldri verið í golflandsliði Svía. Meðal hápunkta á áhugamannsferli Westrup er eftirfarandi:

* Hún sigraði í World Amateur Championship 2006
* Hún vann 5 sinnum í einstaklingskeppnum meðan hún var í Florida State University.
* Hún var tvívegis í NGCA All-American First Team selection (2006, 2007).
* Westrup var fjórfaldur All-Atlantic Coast Conference (ACC) Scholar Athlete selection (2006-2009).
* Westrup var tvisvar NGCA All-American Second Team selection.
* Útskriftarár sitt var Westrup NGCA All-American Honorable Mention selection

Eftir útskrift frá Florida State spilaði Westrup fyrst á Symetra Tour árið 2010 og síðan á LET 2011 og á báðum mótaröðum síðan þá.