Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 20:30

Rory talar um sigur sinn á Rickie Fowler á lokadegi Rydersins

Rory McIlroy sagði í nýlegu viðtali að sjálfstraust og þörfin á að byrja vel hafi verið nauðsynleg í eftirminnilegum sigri sínum á Rickie Fowler.

Rory vann Rickie Fowler eftirminnilega í tvímenningsleik þeirra á lokadegi Ryder bikars mótsins, þ.e. á sunnudeginum 5&4.

Þessi sigur Rory á vini sínum er einn sá glæsilegasti í sögu Ryder bikarsins.

Nr. 1 á heimslistanum (Rory) fékk  fjóra fugla og örn á fyrstu 6 holunum og Rickie átti í raun aldrei neinn sjéns.

„Þetta snerist allt um sjálfstraust,“ sagði Rory í viðtalinu. „Ég hafði verið að spila vel, sveiflan mín var í góðu standi og ég vissi að ég þurfti að ná sigri á skortöfluna – að byrja vel.“

„Þessir fyrstu fuglar sem ég fékk þennan dag voru afleiðing frábærra dræva, sem á mjög skilvirkan máta tóku allan vanda úr jöfnunni á fyrstu holunum og gáfu mér færi á tiltölulega auðveldum aðhöggum.“

„Ég taldi að ef ég væri vel undir pari, eftir fyrri 9, þá myndi vera erfitt að ná mér.“

Þessi sigur Rory á Rickie þýddi að strákarnir hans Paul McGinley þ.e. lið Evrópu var komið með blóðbragðið í munninn og krúsuðu beint í sigursætið í Ryder bikarnum 2014.