Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2014 | 18:00

Pádraig Harrington hlaut PGA Recognition Award

Þrefaldi risamótssigurvegarinn Pádraig Harrington hlaut PGA Recognition Award fyrir frábært framlag hans til golfíþróttarinnar.

Dublin-búinn Harrington, sem sneri aftur á sigurpall nú nýlega þegar hann sigraði á Indonesian Open, hlaut viðurkenninguna á styrktarfundinum PGA Lunch í Grosvenor House Hotel í London.

Harrington hefir verið meðal fremstu kylfinga, en hápunktur ferils hans er án nokkurs vafa árin 2007 og 2008, þegar hann vann Opna breska, fyrst á Carnoustie og svo á Royal Birkdale ári síðar – þ.e. sama risamótið tvö ár í röð.

Harrington varðist líka Sergio Garcia, sem gerði atlögu á PGA Championship risatitlinum í Oakland Hills árið 2008 tog varð fyrsti Evrópubúinn til þess að sigra tvö risamót í röð.

Harrington hafði þar áður tekið þrisvar þátt í Walker Cup og gerðist atvinnumaður 1995 og hefir alls sigrað 14 sinnum á Evrópumótaröðinni og nokkrum sinnum á alþjóðlegum mótum um allan heim.

Auk þess hefir Harrington átt velgengni að fagna í Ryder bikarnum, en hann tók þátt 6 sinnum í Rydernum og var m.a. hluti af 4 sigurliðum Evrópu, því síðasta árið 2010.

Harrington hefir og verið varafyrirliði og er einn þeirra, sem sterklega kemur til greina sem fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu í framtíðinni.

Eins og svo margir stórkylfingar hefir Harrington komið á fót sinni eigin góðgerðarstofnun þ.e.  the Padraig Harrington Charitable Foundation.

Auk þess var hann sendiherra bæði R&A og Ólympíuleika fatlaðra og styrkir auk þess fjöldan allan af góðgerðarsamtökum m.a. the Oesophageal Cancer Fund og  the 3Ts.

PGA lunch er mikilvægur styrktarfundur fyrir PGA’s Benevolent Fund sem aðstoðar félaga PGA, sem gengið hafa í gegnum erfiða tíma og átt erfitt.