Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 11:00

Rory viðurkennir að það hafi tekið hann 1 ár að venjast Nike kylfunum

Nr. 1  á heimslistanum, Rory McIlroy, hlaut mikla gagnrýni þegar hann skipti um kylfur fyrir næstum 2 árum, en hann hefir nú viðurkennt að það hafi tekið hann næstum 12 mánuði að venjast nýja útbúnaðnum.

Rory flaug hátt fyrir tveimur árum, var m.a. á toppi heimslistans þegar hann undirritaði 10 ára samning við íþróttavöruframleiðandann Nike í janúar 2013, sem skv. fréttum var yfir $ 250 milljóna viðri.

Frá þeim tímum kepptust golfskýrendur sem atvinnukylfingar um að skrifa greinar að Rory væri að taka áhættu með feril sinn og hann fór í gegnum hörmungartíma áður en hann sigraði loks á Australian Open í lok síðasta árs, þ.e. 2013.

Rory hefir síðan þátt átt frábært ár 2014, þar sem hann vann m.a. 2 risatitila og flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar og tók síðan þátt í Ryder bikars liði Evrópu og náði aftur 1. sætinu á heimslistanum.

„Það var velkominn sigur í Ástralíu eftir mjög svo erfitt ár 2013,“ sagði hinn 25 ára Rory. „Þarna var mikil erfiðsvinna að skila sér, í mörgum þáttum leiks míns og ég var farinn að venjast kylfubreytingunum.“

„Ég var þá aftur kominn með sjálfstraustið til þess að klára dæmið. Ég myndi segja að það hafi verið biðarinnar virði að koma öllu í rétt horf.“

„En ekki misskilja mig, ég hef ekkert á móti því að vinna stórt með þægilegan mun (á næsta keppanda).“

Og fyrstu sigrar Rory á risamótum sýna það einmitt en hann sigraði á Opna bandaríska 2011 og PGA Championship 2012 með 8 högga mun.

Hinir sigrar hans á risamótum þ.e. sá 3. og 4. voru unnir með miklu minni mun. Hann átti 2 högg á næsta keppanda þegar hann sigraði á Opna berska í Hoylake s.l. júlí og átti aðeins 1 högg  á næsta keppanda á PGA Championship í Kentucky s.l. ágúst.