Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 12:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Anirban Lahiri (11/27)

Indverski kylfingurinn Anirban Lahiri var sá 17. til þess að hljóta kortið sitt á Evróputúrnum.

Hann er svo sem enginn nýgræðingur á Evrópumótaröðinni, hefir spilað á henni áður – m.a. tók hann þátt í Opna breska nú í sumar og vakti athygli fyrir að hann lét rífa sig úr miðri brúðkaupsferð til þess að svo mætti verða – Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: 

Lahiri, sem er indverskur meistari í golfi heimsótti okkur Íslendinga m.a. í sumar ásamt fylgdarliði og spilaði hinn glæsilega Brautarholtsvöll, sem hann var mjög hrifinn af – Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: 

Anirban Lahiri er fæddur 29. júní 1987 og því 27 ára.

Lahiri hefir fram að þessu spilað á Asíutúrnum, en hann sigraði í 1. sinn á þeim túr árið 2011 þ.e. á  Panasonic Open aog síðan aftur 2012 á SAIL-SBI Open.

Besti árangur hans á peningalistanum var 24. sætið 2009.

Lahiri hefir notið mikillar velgengni á Professional Golf Tour of India, þar sem hann hefir sigrað 9 sinnum og eins verið efstur á stigalistanum árið 2009.  Hann varð 3. á stigalistanum 2010 og í 5. sæti 2011

Hann spilaði í 1. sinn á risamóti árið 2012 þ.e. á Opna breska sem þá fór fram á Royal Lytham & St Annes Golf Club in Lancashire.

Hann gerði sér mótið eftirminnilegt því hann komst í gegnum niðurskurð (68-72) og fór holu í höggi á par-3 9. holu 3. hrings og lauk keppni T-31 þ.e. jafn öðrum í 31. sæti.

Lahiri komst í fyrsta sinn á topp-100 á heimslistanum á ferli sínum í mars á þessu ári (2014) og er nú í árslok 2014 í 64. sæti á heimslistanum.