Tiger í Texas í gær að skoða 1. golfvöll sem hann hannaði í Bandaríkjunum
Tiger Woods var staddur í Texas í gær, þar sem hann skoðaði 1. golfvöll sem hann hefir hannað í Bandaríkjunum.
Golfvöllurinn er í Montgomery, Texas, rétt norðan við Houston.
Tiger Woods var ráðinn til að sjá um alla hönnun á nýjum velli sem hlotið Bluejack National – en hann er í Blaketree National golfklúbbnum.
Tiger stoppaði í Texas á leið sinni til Cabo San Lucas í Mexíkó en þar opnar hann í dag 1. völlinn sem hann hannaði þ.e. El Cardonal at Diamante.
Á Tiger vellinum í Texas verða m.a. TifEagle Bermuda flatir – með zoysiagrass teigum og brautum.
Tiger sagði m.a. við blaðamenn að hann væri undrandi á að Houston og umhverfi þess hefði svo mikla fjölbreytni í landslagi. „Ég hef verið í Houston mörgum sinnum og ég hefði aldrei haldið að það væru hæðir í Houston. Ég hélt alltaf að þetta væri fremur flöt borg. Að koma út hingað og sjá þetta gerði mig mjög undrandi.“
Tiger fannst ágætt að hafa gamla Blaketree National golfvöllinn sem hefir verið rifinn til að gera nýja Tiger völlinn, honum finnst breytingarnar betrumbætur í þá átt hvernig honum finnst að leika eigi golf.
„Þetta verða hraðar flatir og völlurinn verður opnair, ekkert röff og allur undirjarðvegur verður hreinsaður burtu. Ég veit að fólk tapar mörgum golfboltum. Hugmyndin hér að allir geti slæsað og húkkað og samt fundið boltana sína.“
Til viðbótar hinum nýja 7.475 yarda Tiger hannaða golfvelli, mun verða minni 9-holu golfvöllur við Blackjack National sem kallaður verður „leikvöllurinn“ (ens. The Playground).
Um þann völl sagði Tiger, sem sjálfur á tvö lítil börn: „Mér finnst þetta viðeigandi nafn fyrir þennan völl. Það á að vera góð aðstaða fyrir öll getustig leiksins.“
„Krökkum á eftir að líka þessi völlur. Við viljum að fók komi hingað yfir helgar eða í viku og allir finni eitthvað við sitt hæfi. Eitt af því sem mér fannst skemmtilegast var leikvöllurinn. Ég ólst upp á par-3 velli og lengsta brautin þar var e.t.v. 120 yarda (XXX metra). Ég man að ég tók dræver og síðan 7-járn á þessum brautum vegna þess að ég náði ekk þangað.“
Auk framangreindra valla í Mexíkó og Texas hefir Tiger verið ráðinn til að hanna 18 holu völl í Dubaí. Sá völlur mun vera hluti af Akoya Oxygen residential project og ef allt gengur að óskum opnar hann 2017.
Tiger sagði um golfvallahönnun sína: „Hugmyndin er sú að ég ætla ekki að hann mikið af völlum vegna þess að ég vil verja eins miklum tíma og ég get í að keppa,“ sagði hann. „Ég hef alltaf gert það svona, hvort sem það er í golfi eða öðrum hlutum af viðskiptum mínum. Ég er annaðhvort allur í þessu eða ekki. Ég vinn mikið og er mjög stoltur af vinnu minni.“
Hér má sjá myndir af Tiger þar sem hann er að skoða nýja völlinn sinn í Texas SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
