Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2014 | 08:15

Monty hlaut John Jacobs Trophy

Colin Montgomerie (Monty) var heiðraður á eyjunni Máritíus  fyrir að verða leikmaður nr. 1 á European Senior Tour (Öldungamótaröð Evrópu).

Monty varð í 6. sæti á MCB Tour Championship og varð efstur á stigalista  í 9. skipti á glæsilegum ferli sínum og í 8. sinn efstur á peningalista Evróputúrsins, sem er met.

Monty var með 4 titla á öldungamótaröð Evrópu í ár (2014)  þ.á.m. tvo risamótstitla öldunga og efstur á stigalistanum með verðlaunafé upp á  €624,543 – sem er það hæsta í sögu Öldungamótaraðar Evrópu og bætti þar með met yfir fyrrum hæsta verðlaunaféð sem  Carl Mason hlaut 2007, en það var  €412,376.

Monty, sem var fyrirliði í Ryder bikars liði Evrópu 2010 er aðeins annar., sem áður hefir verið nr. 1 á Evrópuröðinni en endurtekur síðan leikinn á Ödungamótaröðinni, en hinum sem það hefir áður tekist er Ian Woosnam, 2008.

„Þetta er frábært,“ sagði  Monty. „Að hugsa sér að ég hafi 8 af þessum stigalistaverðlaunabikurum Evrópumótarðarinnar, sem ég hef staðsett stoltur (í bikaraskápnum) og nú bætist John Jacobs Trophy við, af Öldungamótaröðinni við hliðina á þeim; það er bara frábært!“