Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2014 | 11:00

Rory ekki vinsælastur í BBC kjöri um íþróttamann ársins

BBC stendur fyrir vali á íþróttamanni ársins hvert ár og fer valið fram með þeim hætti að almenningur fær að kjósa.

Í ár var Lewis Hamilton, kappaksturskappi í 1. sæti meðal almennings og Rory McIlory nr. 1 á heimslista golfsins í 2. sæti.

Þetta hefir vakið reiði meðal ýmissa breskra kylfinga.

Ian Poulter sagði m.a. að kjörið væri fáránlegt og Paul McGinley sagði að kylfingar gætu vart gert betur en Rory gerði á þessu ári, en hann vann m.a. tvívegis á risamóti.

Lee Westwood djókaði strax með það að Rory yrði þá bara næst að sigra á 4 risamótum, til þess að koma til greina í BBC verðlaunin og svo mætti lengi telja.

En svona er lýðræðið, því verður ekki hnikað.