Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2014 | 02:00

Evróputúrinn: Branden Grace sigraði á Alfred Dunhill mótinu

Það var heimamaðurinn Branden Grace, sem sigraði á Alfred Dunhill mótinu í Melanane í Suður-Afríku.

Grace lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (62 66 72 68).

Í 2. sæti heilum 7 höggum á eftir Grace varð Louis Oosthuizen, á samtals 13 undir pari, 275 höggum.

Í 3. sæti varð Englendingurinn Andrew Johnston á 11 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Alfred Dunhill með því að SMELLA HÉR: