LET: Feng sigraði á Omega Dubaí Ladies Masters í 2. sinn á 3 árum
Það var kínverski kylfingurinn Shanshan Feng sem sigraði á Omega Dubaí Ladies Masters 2014 og er þetta í 2. sinn á 3 árum, sem hún hefur sigur á þessu lokamóti Evrópumótaraðarinnar.
Um það sagði Feng eftir lokahringinn: „Þetta er annar sigur minn hér og starfsmennirnir hér sögðu mér að ég væri virkilega ein af tveimur sem sigrað hafa tvisvar hér, hin er Annika. Þannig að ég er reglulega stolt af sjálfri mér.“
Feng lék hringina 4 á samtals 19 undir pari, 269 höggum (66 67 66 70).
„Ég hugsaði með sjálfri mér að ef ég næði að vera 22 undir, þá myndi ekki neinn ná mér. Þannig að ég var að reyna við 22 en auðvitað tókst mér það ekki. Mér finnst ég samt hafa staðið mig vel,“ sagði Feng og bætti við að hún myndi eftir mótið fara í verslunarferð í Dubaí!
Í 2. sæti á samtals 14 undir pari og þar með heilum 5 höggum á eftir Feng varð spænski kylfingurinn Carlota Ciganda.
Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Dubaí Ladies Masters SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
