Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2014 | 16:00

LET: Charley Hull varð efst á peningalistanum

Charley Hull hefir rækilega skrifað sig í golfsöguna en aðeins 12 mánuðum eftir að hafa orðið nýliði ársins á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna þá er hún nú efst á peningalistanum.

Hin enska Charley sem er aðeins 18 ára, lauk keppni í 5. sæti á lokamóti Evrópumótaraðar kvenna,  Omega Dubai Ladies Masters á Majlis golfvellinum í Emirates golfklúbbnum.

Þar með komst vinningsfé hennar á árinu  í f €263,096.69, og átti hún  €29,808  á þá sem varð í 2. sæti á peningalista LET 2014, hina frönsku Gwladys Nocera.  Fyrir að verða í efsta sæti á peningalista LET hlýtur Charley þar að auki €20.000 bónus frá ISPS Handa, sem styrkir listann.

„Það er gott að sigra,“ sagði Charley.  „Ég vissi virkilega ekki hvort af því yrði í byrjun vikunnar (að ég yrði efst á peningalistanum). Á seinni 9 í dag, hugsaði ég bara um að gera ekki einhver klaufaleg mistök. Ég fékk tvöfalt á fyrstu holu en síðan tvo fugla þannig að ég náði mér aftur á strik þannig að ég var bara ansi ánægð með mig hér.“

Charley Hull hafði áður skrifað sig í sögubækur með það að vera yngsti keppandinn í Solheim Cup 2013, þar sem hún sló rækilega í gegn og hún hefir ekki síður vakið athygli 2014.

Þann 16. mars aðeins 4 dögum fyrir 18 ára afmælisdag sinn í ár vann hún fysta titil sinn sem atvinnumaður, þegar hún sigraði á Lalla Meryem Cup í Marokkó. Hún varð þar að auki 8 sinnum meðal efstu 10 á keppnistímabilinu.  Þ.á.m. varð hún tvívegis í 2. sæti þ.e. á  Sanya Ladies Open í Kína og á  Ladies German Open presented by Marriott og eins varð hún í 3. sæti á  Turkish Airlines Ladies Open.

Frábær árangur hjá Charley, sem löngum hefir verið í miklu uppáhaldi hér á Golf 1!!!