Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2014 | 13:45

GR: Afmæliskaffi fyrir félagsmenn GR á morgun sunnudaginn 14. desember 2014

Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi frétt:

„Þann 14. desember 1934 komu nokkrir ágætir menn saman til fundar í Reykjavík. Tilefnið var stofnun golfklúbbs. Hlaut hann nafnið Golfklúbbur Íslands, enda fyrsti og þá eini golfklúbbur landsins. Nafninu var breytt í Golfklúbbur Reykjavíkur þegar fleiri klúbbar urðu til. Nú eru liðin 80 ár frá stofnun klúbbsins og því ber að fagna.

Af þessu tilefni langar okkur að bjóða félagsmönnum til að fagna þessum merku tímamótum með okkur í golfskálanum Grafarholti á sjálfan afmælisdaginn 14. desember n.k. milli kl.15:00 og 18:00. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar í tilefni dagsins.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Golfklúbbur Reykjavíkur.“