Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2014 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Giulia Molinaro (1/45)

Ítalska stúlkan Giulia Molinaro varð í 43.-45. sæti á Q-school LPGA, sem fram fór á LPGA International í Daytona Beach, Florida 3.-7. desember 2014.

Hún lék hringina 5 á samtals 1 yfir pari, 361 höggi ( 74-71-67-72 – 77) og er fyrsta stúlkan af þeim 45, sem hlutu keppnisrétt á LPGA 2015.

Þær sem urðu í 1.-20. sæti hlutu fullan keppnisrétt en þær sem urðu í 21.-45. takmarkaðan keppnisrétt.

Giulia Molinaro rétt slapp inn á LPGA mótaröðina og er því ein af þeim sem hlýtur takmarkaðan keppnisrétt.

Giulia Molinaro fæddist 23. júlí 1990 og er því 24 ára.  Sjá má grein Golf 1 þar sem Molinaro er kynnt með því að SMELLA HÉR: