Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2014 | 00:15

LET: Feng og Koch efstar í Dubaí e. 1. dag

Það eru kínverski kylfingurinn Shanshan Feng og Carin Koch frá Frakklandi sem eru efstar og jafnar eftir 1. dag Omega Dubai Masters, sem hófst í gær á Majlis golfvellinum í Emirates Golf Club, í Dubaí.

Báðar eru þær búnar að spila á samtals 6 undir pari, 66 höggum.

Í 2. sæti er Solheim Cup stjarnan og LPGA kylfingurinn nýbakaði Charley Hull aðeins 1 höggi á eftir; á samtals 5 undir pari, 67 höggum.

Þrjár deila síðan 4. sætinu þ.e. Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku, Becky Brewerton frá Wales og Lee Soyoung frá Suður-Kóreu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Omega Dubaí Masters SMELLIÐ HÉR: