Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 22:00

Valdís Þóra í 4. sæti fyrir lokahringinn í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er í 4. sæti fyrir lokahringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í Marokkó.

Valdís Þóra er samtals búin að spila á 7 yfir pari, 226 höggum (76 73 77).

Efst eftir 3. dag í úrtökumótinu er Nicole Garcia frá Suður-Afríku, á samtals 6 undir pari, 213 höggum (72 71 70) og hefir hún nokkra yfirburði en sú sem er í 2. sæti, áhugamaðurinn Anne Van Dam frá Hollandi er búin að spila á 5 yfir pari og hin sænska Louise Friberg, sem er í 3. sæti á 6 yfir pari.

Það lítur því vel út með það að Valdís Þóra fái að keppa í lokaúrtökumótinu, líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en það fer fram dagana  17.-21. desember n.k.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag í úrtökumótinu sem Valdís Þóra tekur þátt í SMELLIÐ HÉR: