Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2014 | 16:00

GR: Tom MacKenzie arkitekt hefir skilað drögum að uppbyggingu Grafarholtsvallar

Á heimasíðu GR í dag má lesa eftirfarandi frétt: 

„Tom Mackenzie arkitekt hefur nú skilað drögum að uppbyggingu og greinagerð um ástandið á Grafarholtsvelli ásamt því hvað Golfklúbbi Reykjavíkur ber að gera til að rétta við og bæta gæði og vallaraðstæður. Umrædda skýrslu má nú finna á heimasíðu okkar (efst á forsíðu) eða undir „Tengd skjöl“ hér neðar á síðunni.

Nú hafa félagsmenn okkar tíma til að kynna sér þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á vellinum á komandi árum. Samhliða þessu verður haldinn opinn félagsfundur á næsta ári þar sem farið verður yfir helstu þætti skýrslunnar.

Við skorum á allar félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur að kynna sér skýrslu Tom Mackenzie.

Frekari fréttir hvað þetta mál varðar verður kynnt síðar á heimasíðu félagsins.

Golfklúbbur Reykjavíkur“