Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 14:42

Valdís Þóra á 76 e. 1. dag í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefir nú lokið keppni á 1. degi á Lalla Aicha Tour School Pre-Qualifying B, sem fram fer á Rauða vellinum í Royal Golf Dar Es Salaam klúbbnum í Marokkó.

Valdís Þóra er í ágætis málum, en hún lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 76 höggum.

Valdís Þóra er á sama skori og sjarmadísin indverska Sharmila Nicollet, Patricia Lobato frá Spáni og áhugamaðurinn austurríski Sarah Schober, sem þykir afar efnileg og er á hraðferð að verða ein helsta stjarna austurrísks kvennagolfs.

Sem stendur er Valdís Þóra ásamt ofangreindum 3 kylfingum í 9. sæti, en margar eiga eftir að ljúka keppni og gæti sætistala Valdísar Þóru því enn breyst.

Þess mætti geta að það er til mikils vansa fyrir mótshaldara að flaggið sem Valdís Þóra keppir undir á skortöflu er það norska!!!!  Gátu þeir nú ekki fundið íslenska fánann þessir arabar!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag úrtökumótsins fyrir LET í Marokkó SMELLIÐ HÉR: