Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 03:00

PGA: Jordan Spieth sigraði á World Golf Challenge

Það var hinn 21 ára Jordan Spieth sem sigraði á World Golf Challenge.

Spieth hafði þó nokkra yfirburði en hann sigraði með 10 högga mun á næsta mann, en í 2. sæti varð Henrik Stenson.

Spieth lék samtals á 26 undir pari, 262 höggum (66 67 63 66).

Þriðja sætinu deildu Keegan Bradley og Patrick Reed á samtals 15 undir pari hvor.

Tiger og Hunter Mahan deildu 17. og síðasta sæti mótsins, en báðir léku samtals á pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á World Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: