Lindsey Vonn með fyrsta sigur sinn í 2 ár
Lindsey Vonn vann fyrsta sigur sinn í 2 ár á skíðum þ.e. í bruni í dag í Lake Louise í Alberta.
Hún æpti upp yfir sig þegar hún brunaði í mark og lét frá sér fara stórt „YES“ þegar hún kom í mark.
Loksins virðist hægra hnéð á henni vera komið í lag.
Hún og kærasti hennar Tiger hafa hjálpað hvort öðru í endurhæfingu í meiðslum sínum.
Minnisstætt er þegar Tiger sendi einkaflugvél sína eftir Lindsey eftir að hún féll í Schladmig í Austurríki.
„Ég er bara að finna ritmann minn og sjálfsöryggi,“ sagði Lindsey eftir hringinn. „Ég er loksins aftur þar sem mér líður vel og ég reyni að fara að ystu mörkum getu minnar. Ég vil meiri hraða. Ég hef ekki fengið hann fyrr en í dag!“
Að finna aftur ritmann og sjálfsöryggið virðist líka vera það sem Tiger er að gera. Leikur hans hefir farið síbatnandi þessa 3 fyrstu keppnisdaga hans eftir bakuppskurðinn (77 70 69) og í dag braut hann í fyrsta sinn 70 frá því hann sneri aftur í keppnisgolfið eftir veikindin.
Sumir spá því að dagar glæsispilamennsku Tiger séu liðnir – vegna aldurs hans en hann verður 39 ára í lok mánaðarins – Lindsey er hins vegar 9 árum yngri en Tiger … þ.e. átti 30 ára stórafmæli 18. október s.l. og framtíðin virðist blasa við þessari glæsilegu kærustu Tiger.
En Tiger getur huggað sig við eitt – hann hefir unnið Lindsey oftar í borðtennis en hún hann… reyndar hefir Lindsey aðeins 1 sinni unnið hann – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
