Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2014 | 00:30

PGA: Spieth efstur fyrir lokahring Hero World Challenge – Bradley og Stenson í 2. sæti

Jordan Spieth er nú kominn með mikla forystu á þá tvo sem næstir koma á Hero World Challenge mótinu.

Spieth er búinn að spila á samtals 20 undir pari (66 67 63) og hefir 7 högga forystu á þá Henrik Stenson og Keegan Bradley sem koma næstir á 13 undir pari.

Tiger bætti sig enn í dag, lék á 3 undir pari, 69 höggum – en það dugar bara skammt á móti glæsispilamennsku Spieth sem lék á 9 undir pari, 63 höggum í dag og var nákvæmlega þrefalt betri!!!

Tiger er enn í neðsta sæti mótsins.

Til þess að sjá stöðuna á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR: